Gamla fólkið „graffar“

Þeir sem hafa saknað þess að fá innlegg eldri borgara í veggjakrot eða „graff“ á Höfuðborgarsvæðinu ættu að geta tekið gleði sína en í dag „gröffuðu“ þeir af miklum móð í undirgöngunum við Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Grunnskólanemar voru þeim innan handar en hópurinn hefur að undanförnu kynnt sér listina að „graffa“.

Mbl.is ræddi við tvær kynslóðir „graffara“ í dag en misjafnar skoðanir voru á því hvað ætti heima á veggjunum.

Viðburðurinn var í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarness sem nú stendur yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert