Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Hraunavinir hafa ákveðið að kæra til Hæstaréttar úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að um að ekki skuli leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um það hvort samtökin eiga lögvarinna hagsmuna að gæta vegna lagningar nýs Álftanesvegar.
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði á dögunum þeirri kröfu að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, en spurningarnar snerta túlkun dómstólsins á Evrópurétti varðandi lögvarða hagsmuni náttúruverndarsamtaka og almennings í umhverfismálum.