Staðnir að akstri utanvegar

Göngumaður sem staddur var í hlíðum Úlfarsfells um ellefuleytið í morgun varð vitni að því þegar nokkrir vélhjólamenn á svokölluðum krossurum óku þar um utan vegar þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við slíku.

Maðurinn tók meðfylgjandi myndband af því þar sem vélhjólamennirnir sjást aka um í hlíðum fjallsins og spæna upp gróðurinn. Einnig sjást myndir sem sýna brot af afleiðingum akstursins.

Ennfremur sést á myndbandinu hvar hluti vélhjólamannanna snýr við þegar þeir átta sig á því að verið er að taka myndband af athæfi þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka