95 ár frá síðasta Kötlugosi

Kötlugos 1918.
Kötlugos 1918.

„Ægi­leg­ur gufustrók­ur teygði sig lengra og lengra upp að fjalla­baki og loks hljóp jök­ull­inn með eld­gangi mikl­um, vatns­flóði og jökla­b­urði fram yfir Mýr­dalssand til sjáv­ar,“ seg­ir í lýs­ingu Gísla Sveins­son­ar sýslu­manns af síðasta Kötlugosi sem hófst 12. októ­ber 1918, eða fyr­ir 95 árum í dag.

Kötlugosið 1918 er að öll­um lík­ind­um stærsta eld­gos í jökli á 20. öld­inni. Í skýrslu Magnús­ar Tuma Guðmunds­son­ar og Þór­dís­ar Högna­dótt­ur frá ár­inu 2001 seg­ir að jök­ul­hlaupið sem var gos­inu sam­fara hafi verið stór­kost­legt og hafi valdið tölu­verðum breyt­ing­um. Bæði hækkaði Mýr­dalss­and­ur og strönd­in færðist út á stór­um kafla.

Á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands seg­ir að gosið hafi haf­ist skömmu fyr­ir kl. 15. Jarðskjálft­ar hafi fund­ist í Mýr­dal um tveim­ur tím­um áður en gos­mökk­ur­inn sást rísa frá Kötlu. „Hálf­tíma síðar, um 15:30, náði vest­asti arm­ur jök­ul­hlaups­ins til sjáv­ar eft­ir far­vegi Múla­kvísl­ar. Um sama leyti klofnaði meg­in­flaum­ur hlaups­ins um Hjör­leifs­höfða og bylt­ist fram báðum meg­in við hann, en aust­ustu álm­ar hlaups­ins náðu í far­veg Hólms­ár ofan við Hrífu­nes og eft­ir far­vegi Skálm­ar að Álfta­veri. Þar náði hlaupið senni­lega há­marki milli kl. 17:30 og 18, og morg­un­inn eft­ir hafði það að mestu farið hjá.“

Útreiknað gjósku­fall í þessu gosi er áætlað um 700 millj­ón­ir rúm­metra. Gjósk­an dreifðist svipað og í gos­inu 1721 þar að segja mjög víða um land.

Í grein Ara Trausta Guðmunds­son­ar sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 1999 seg­ir um Kötlugosið: „Gos­mökk­ur braust upp úr jökl­in­um um eitt­leytið og gjósk­an barst í aust­ur. Síðdeg­is heyrðust dynk­ir þegar hlaupið braust fram úr vest­an­verðum Kötlu­jökli. Þar brotnaði upp hrika­gjá í jök­uljaðar­inn. Skömmu síðar kom einnig fram hlaup­vatn og -eðja aust­ar, og mikið af Mýr­dalss­andi hvarf und­ir flaum­inn. Fórst þá nokkuð af hross­um og sauðfé. Dag­inn eft­ir var hlaupið að mestu rénað og hafði þá valdið t.d. tjóni á gróður­lendi í Álfta­veri. Nokkuð jafn­fall­in en þunn gjóska var í Skaft­ár­tungu og aska barst til Síðu og eitt­hvað þar aus­ur fyr­ir. Fjöldi ís­jaka lá á sand­in­um og voru sum­ir á stærð við stór fjöl­býl­is­hús, eft­ir mynd­um að dæma.“

Gosið stóð í þrjár vik­ur.

Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul
Horft til vest­urs yfir Mýr­dals­jök­ul Rax / Ragn­ar Ax­els­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert