Styrkur að sameina HÍ og HR

Jón Torfi Jónasson prófessor.
Jón Torfi Jónasson prófessor. Styrmir Kári

„Ég tel að það yrði styrkur að því að sameina þessa tvo skóla," segir Jón Torfi Jónason, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, og á þar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega fækkun háskóla á Íslandi að undanförnu en þeir eru nú sjö talsins. Jón Torfi þekkir vel til þessarar umræðu.

„Ég nefni sterkar deildir í báðum skólum, svo sem verkfræði og tölvunarfræði, sem þurfa góða aðstöðu og aðbúnað,“ segir Jón Torfi. „Samlegðaráhrifin af sameiningu eru mjög áhugaverð. Sama má segja um fleiri greinar, eins og lögfræði og viðskiptafræði. Spyrja má sig hvort þessir skólar séu nægilega ólíkir til að starfa hvor við hlið annars í ekki stærra samfélagi.“ Jón Torfi bendir á, að samstarf opinberu háskólanna hafi aukist mjög mikið á síðustu örfáum árum, bæði faglega og stjórnsýslulega. „Samvinna er bæði skynsamleg og farsæl.“

Jón Torfi segir að vilji menn fækka háskólum í landinu sé nauðsynlegt að skoða hvern skóla fyrir sig. Fyrir hvað hann standi og hvar hann standi. Hann segir umræðuna fyrst og fremst snúast um tvennt: Annars vegar um staðsetningu skólanna og mikilvægi hennar. Þjónar það til dæmis tilgangi að hafa háskóla úti á landi og í hverju felst sjálfstæði hans? Hins vegar segir Jón Torfi umræðuna um fækkun háskóla snúast um hlutverk skólanna, gæði starfsins og hugsanlega samlegð. Eru þeir allir í grundvallaratriðum eins eða vinna þeir að ólíkum málum?

Nánar er rætt við Jón Torfa Jónasson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka