Enn skelfur við Reykjanestá

Kort yfir jarðskjálfta við Reykjanestá.
Kort yfir jarðskjálfta við Reykjanestá.

Jarðskjálftahrinan við Reykjanestá hefur haldið áfram eftir að skjálfti upp á 4,8 stig mældist þar klukkan 7.32 í morgun. Stærsti eftirskjálftinn mældist klukkan 9.38 og var hann 3,9 stig.

Jarðskjálftinn kl. 7.32 fannst víða um suðvestanvert land. Helst fann fólk þó fyrir honum á Suðurnesjum og í Hafnarfirði. Dæmi eru um að fólk hafi vaknað við jarðskjálftann.

Skjálftavirkni hófst við Reykjanestá í gær og stóð yfir í alla nótt. Flestir skjálftarnir voru þó í kringum 2 að stærð. Á fimmta tug skjálfta hafa mælst 2 að stærð eða stærri.

Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert