Fingrafar jökla í heimshöfunum

Jökulsárlón myndaðist í kringum 1934-1935, en fyrir þann tíma rann …
Jökulsárlón myndaðist í kringum 1934-1935, en fyrir þann tíma rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli um 1,5 km til sjávar. Síðan þá hefur jökullinn hopað og lónið stækkað. mbl.is/Ómar Óskarsson

Staða sjáv­ar hækkaði smám sam­an alla 20. öld­ina. Frá því snemma á 10. ára­tugn­um hef­ur yf­ir­borð hækkað að jafnaði um 3 mm á hverju ári. Vís­bend­ing­ar eru um að sjáv­ar­borð hækki nú hraðar en áður og hugs­an­legt að árið 2100 verði það 1 m hærra en árið 1990, fyrst og fremst vegna bráðnun­ar jökla og íss.

Ef fram fer sem horf­ir má rekja drýgst­an hluta hækk­un­ar­inn­ar til bráðnun­ar jökla og ís­hvela, sem halda áfram að hopa og hverfa. „Frá miðjum 10. ára­tug síðustu ald­ar hef­ur verið dúndr­andi tap í rekstri allra okk­ar jökla. Þeir eru að missa að meðaltali einn metra á ári,“ seg­ir Helgi Björns­son jökla­fræðing­ur.

Ný og ná­kvæm­ari spá um minni hækk­un sjáv­ar

Vís­inda­menn frá 24 stofn­un­um í Evr­ópu og víðar, þ.á.m. Há­skóla Íslands, hafa frá ár­inu 2009 unnið að rann­sókn­ar­verk­efn­inu Ice2­sea, en mark­mið þess var að end­ur­bæta spár um fram­lag jökla á jörðinni til hækk­un­ar sjáv­ar­borðs.

Verk­efn­inu lauk í sum­ar og niður­stöðurn­ar, sem kynnt­ar voru í Há­skóla Íslands í dag, voru m.a. nýtt­ar í 5. skýrslu milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­mál, sem kom út á dög­un­um.

Und­an­farna tvo ára­tugi hafa vís­inda­menn nýtt gervi­tungl til að mæla hækk­un sjáv­ar­borðs og með hjálp tölvu­lík­ana unnu vís­inda­menn í Ice2­sea verk­efn­inu nýja og ná­kvæm­ari spá um fram­lag jökla til hækk­un­ar sjáv­ar­borðs út frá mis­mun­andi breyt­ing­um í lofts­lagi.

Þessi spá ger­ir ráð fyr­ir að fram til árs­ins 2100 geti meðalhæð sjáv­ar hækkað um allt frá 3,5 cm upp í 36,8 cm. Þetta er held­ur lægri spá en hef­ur komið fram á síðastliðnum árum, en hún ger­ir ekki ráð fyr­ir að stór­kost­leg­ar breyt­ing­ar verði í ísþekju aust­ur­hluta Suður­skauts­lands­ins á næstu árum. Slík­ar breyt­ing­ar gætu valdið meiri hækk­un.

Mest áhrif utan heims­skauta­svæðanna

Guðfinna Aðal­geirs­dótt­ir, dós­ent í jökla­fræði við Jarðvís­inda­deild HÍ, benti á að hækk­un sjáv­ar­borðs verði ekki jöfn yfir heims­höf­in held­ur verði breyt­ing­arn­ar svæðis­bundn­ar og mest­ar í kring­um miðbaug, en vegna þyngd­ar­tog­un­ar hækki yf­ir­borðið minna þar sem bráðnun verður hvað mest, s.s. við Græn­lands­jök­ul.

„Fingraf­ar jökla á sjáv­ar­stöðubreyt­ing­ar eru mis­mun­andi. Bráðnun jökla hef­ur mest áhrif á sjáv­ar­stöðu í út­höf­um utan heims­skauta­svæðanna, þannig að eyríki í Kyrra­hafi og önn­ur strands­svæði utan heims­skaut­anna verða verst úti,“ sagði Guðfinna.

Hækk­un­in verður hins veg­ar ekki jöfn yfir jörðina alla held­ur mun yf­ir­borð sjáv­ar hækka mest á út­höf­un­um kring­um miðbaug, en minna á heims­skauta­svæðunum. Á sum­um strandsvæðum Íslands gæti sjáv­ar­borð hækkað um­tals­vert, einkum við suðvest­ur­hornið.

Íslensk­ir jökl­ar rýrna hratt eft­ir 1995

Fram­lag jökla og ís­hvela í hækk­un sjáv­ar á þess­ari öld gæti orðið á bil­inu 3,0 til 12,5 cm á ári. Fram­lag Græn­lands­jök­uls verður 0,5 -18,3 cm og Suður­skauts­lands­ins 0-6,0 cm.

Íslensk­ir jökl­ar munu ekki eiga nema litla hlut­deild í hækk­un heims­haf­anna, að sögn Helga Björns­son­ar jökla­fræðings, en hann benti þó á að safn­ast þegar sam­an kem­ur.

Helgi sagði að ís­lensk­ir jökl­ar hafi rýrnað hratt frá miðum 10. ára­tug síðustu ald­ar. Sam­an­lögð af­koma jökl­anna drag­ist sam­an hvert ein­asta ár og verði nei­kvæðari og nei­kvæðari.

Þannig hef­ur Vatna­jök­ull rýrnað um 8-10 metra frá 10. ára­tugn­um. Að meðaltali hafa ís­lensk­ir jökl­ar misst um 9 gígat­onn á ári, sem nem­ur um ein­um rúm­kíló­metra frá 1995. Or­sak­ir þessa eru einkum hlýrri sum­ur, lengri leys­ingatíð, en sömu­leiðis hlýrri vet­ur þar sem minna af úr­komu fell­ur sem snjór en áður.

Sömu­leiðis hef­ur áhrif á af­komu jökla að sjór­inn um­hverf­is landið er hlýrri en áður. Í þessu eru árs­sveifl­ur sem Helgi seg­ir eðli­leg­ar enda landið á mót­um hlýrra og kaldra strauma sem séu kvik­ir og sveifl­ist í styrk.

Helgi sagði að jökl­arn­ir hafi rýrnað hratt um 1920-1940 en síðan hafi dregið úr því. Nú rýrni þeir hins veg­ar hratt aft­ur. Upp úr 1995 hafi tekið að hlýna veru­lega og af­koma jökl­anna orðið verri og verri.

Fyrirhugaður Vatnajökulsþjóðgarður verður í endanlegri mynd langstærsti þjóðgarður Evrópu og …
Fyr­ir­hugaður Vatna­jök­ulsþjóðgarður verður í end­an­legri mynd lang­stærsti þjóðgarður Evr­ópu og ein­stak­ur að mati sér­fræðinga hvað snert­ir jarðfræði og nátt­úruf­ar. Aðal­heiður Inga Þor­steins­dótt­ir ræðir við Sig­ríði Önnu Þórðardótt­ur um­hverf­is­ráðherra MYNDA­TEXTI: Fær­u­nest­ind­ar í Skafta­fells­fjöll­um. Áætlað er að tekj­ur af ferðaþjón­ustu í tengsl­um við Vatna­jök­ulsþjóðgarð verði marg­fald­ar á við kostnaðinn. mbl.is/​Rax
Helgi Björnsson jöklafræðingur.
Helgi Björns­son jökla­fræðing­ur. mbl.is/​Rax
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert