Íslenskum ís vel tekið í London

Hamborgarabúlla Tómasar í London.
Hamborgarabúlla Tómasar í London. mbl.is

Hamborgarabúlla Tómasar í London hóf nýverið að selja mjólkurhristing framleiddan úr íslenskri ísblöndu þar í borg sem framleidd er hjá Kjörís í Hveragerði. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem ís frá Kjörís er seldur utan landsteinanna.

„Skemmst er frá því að segja að íslenski mjólkurhristingurinn hefur slegið í gegn hjá viðskiptavinum Tommis's Burger Joint,“ segir í fréttatilkynningu en svo nefnist Hamborgarabúllan upp á engilsaxnesku. Góðar viðtökur í Lundúnum hafa komið starfsfólki Kjörís á óvart. Haft er eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur hjá fyrirtækinu að þetta kunni hugsanlega að opna á frekari fyrirspurnir að utan.

Þá segir að til standi að opna nýja Hamborgarabúllu í Berlín innan tíðar og þá komi í ljós hvernig Þjóðverjum líkar við íslenska mjólkurhristinginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert