Skjálftinn mældist 4,8 stig

Skjálftinn mældist 4,3 stig samkvæmt sjálfvirkri skráningu Veðurstofu Íslands.
Skjálftinn mældist 4,3 stig samkvæmt sjálfvirkri skráningu Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa Íslands hefur farið yfir jarðskjálftann sem reið yfir suðvesturhorn landsins um klukkan hálf átta í morgun. Skjálftinn  mældist 4,8 stig og upptök hans voru 3,0 km austur af Reykjanestá. Vel fannst fyrir skjálftanum í Reykjanesbæ, á höfuðborgarsvæðinu og allt út á Akranes.

Jarðskjálftahrina hófst við Reykjanestá snemma í nótt en skjálftarnir sem mælst hafa voru flestir á bilinu 1-2,4 stig. Þeir eru á 4,8-6 kílómetra dýpi og flestir eiga upptök sín 2,7-3,6 km ANA af Reykjanestá. Á sjötta tug skjálfta hafa mælst frá miðnætti og ekkert lát virðist vera á jarðskjálftahrinunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka