„Reynslan af samskiptum við kínversku fyrirtækin tvö var óskemmtileg og víti til varnaðar,“ rita Árni Gunnarsson og Gestur Ólafsson í grein í Morgunblaðinu í dag um uppbyggingu heilsuþorps á Flúðum.
Þar segja þeir m.a. frá samskiptum við kínversku fyrirtækin CSST og Smart Cities International, sem sýndu verkefninu á Flúðum áhuga en félagið Heilsuþorp er nú komið í greiðsluþrot.
Gerðu Kínverjarnir m.a. kröfur um að kínverskir verkamenn ynnu að uppbyggingunni, byggingarefni yrði að stórum hluta keypt frá Kína og annað fyrirtækið vildi eignast hluta úr landinu á Flúðum, að því er fram kemur í greininni í Morgunblaðinu í dag.