Norðurljós dansa fyrir borgarbúa

Norður­ljós dansa um him­in­inn yfir höfuðborg­ar­svæðinu í kvöld. Ljós­meng­un borg­ar­inn­ar spill­ir ljósa­dýrðinni ekki að ráði og skýja­hul­an er nógu þunn svo að þau sjást vel víða. Ljós­in sáust einnig vel á Norður­landi í kvöld.

„All­ur Grafar­vog­ur­inn logaði í kvöld af norður­ljós­um,“ seg­ir Ósk Lauf­dal sem sendi mbl.is mynd af norður­ljós­un­um nú í kvöld. Ósk seg­ist taka mörg þúsund ljós­mynd­ir á hverju ári en hafi aldrei náð svona góðri mynd af norður­ljós­um. Það sé óvenju­legt að sjá þau svona vel yfir Reykja­vík. „Ég var úti að ganga og sá þessa ljósa­dýrð. Ég var aldrei þessu vant ekki með mynda­vél­ina á mér en hljóp heim og náði í hana.“

Ósk tók mynd­ina í Folda­hverf­inu en ljós­mynd­ar­ar mbl.is, Árni Sæ­berg og Golli, voru einnig á ferðinni og tóku mynd­ir af ljós­un­um.

„Norður­ljósa­spá­in er mikið notuð af þeim sem gera út á norður­ljós, eins og ferðaþjón­ust­unni,“ sagði Óli Þór Árna­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, um norður­ljósa­spá Veður­stof­unn­ar, í viðtali í Morg­un­blaðinu ný­lega. Hann seg­ir hana nokkuð áreiðan­lega en bend­ir hins­veg­ar á að „skýja­hulu­spá­in sé með viðkvæm­ustu spáaf­urðum. Skýjaeðlis­fræðin er flók­in og þess­ar spár eru ekki komn­ar eins langt og al­menn­ar spár,“ seg­ir Óli Þór. Að sjá norður­ljós­in sé alltaf „svo­lítið lottó“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert