„Ég er saklaus“

„Ég er saklaus,“ sagði Stefán Logi Sívarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar þingfest var ákæra á hendur honum fyrir stórfelldar líkamsárásir. Fjórir menn til viðbótar eru ákærðir og neituðu þeir einnig allir sök. Aðalmeðferð mun taka þrjá daga og fer fram í desember.

Auk þess að neita sök höfnuðu allir sakborningar tveimur bótakröfum sem eru í málinu en báða hljóða þær upp á nokkrar milljónir króna. Eins og fram kom á mbl.is nýverið þá var tilefni árásanna sagt vera ástarsamband eins fórnarlambsins við fyrrverandi kærustu og barnsmóður Stefáns Loga.

Auk Stefáns Loga eru þeir ákærðir Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. 

Við þingfestinguna í morgun ákvað Arngrímur Ísberg dómari málsins að aðalmeðferð í málinu fari fram 9.-11. desember næstkomandi. Verjendur munu skila greinargerð 7. nóvember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert