Umbúðir utan um niðursneidd samlokubrauð brauð voru í engum tilfellum merktar þegar Umhverfisstofnun kannaði plastmerkingar umbúða mat- og hreinlætisvara í völdum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Mjólkurvörur voru hins vegar merktar í 95% tilvika.
Allar plastumbúðir eiga að bera merki sem tilgreinir plasttegund umbúðar sem er nauðsynlegt fyrir skilvirka flokkun og endurvinnslu. Markmiðin með könnuninni var að kanna tíðni réttra merkinga á stikkprufum og vekja athygli íslenskra framleiðenda á skyldu þeirra til að merkja plastumbúðir, segir í frétt á vef stofnunarinnar.
Könnunin náði til 108 vara í sex vöruflokkum og leiddi í ljós að 78% umbúða voru merktar.