Strengurinn í þingsali

Bretar horfa einkum til jarðvarmavirkjana á Íslandi og benda á …
Bretar horfa einkum til jarðvarmavirkjana á Íslandi og benda á dæmi frá öðrum löndum um að slíkar virkjanir hafi verið byggðar hratt upp. mbl.is/RAX

Ekki hafa verið teknar upp viðræður við stjórnvöld í Bretlandi eftir að ráðgjafarhópur um lagningu rafstrengs til Evrópu skilaði skýrslu sinni.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur sent skýrslu hópsins til Alþingis og verður hún rædd þar fljótlega og vísað til viðkomandi nefnda. Framhaldið ræðst væntanlega af afstöðu þingmanna.

Bretar hafa í nokkur ár sýnt áhuga á að kaupa rafmagn frá Íslandi og í tíð fyrri ríkisstjórnar var undirrituð viljayfirlýsing um athugun á möguleikum þess. Bretar þurfa að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfinu og hafa einnig áhuga á að fjölga orkuöflunarkostum, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert