Þyrfti að hækka iðgjaldið í 20,1%

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Lárus Ögmundsson yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi og Lárus Ögmundsson yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar. Morgunblaðið/Ómar

Sam­kvæmt trygg­inga­fræðilegu mati þarf að hækka heild­ariðgjald til A-deild­ar Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) úr 15,5% í 20,1% til að tryggja að eign­ir henn­ar geti staðið und­ir bæði áunn­um rétt­ind­um og reiknuðum framtíðarrétt­ind­um sjóðfé­laga. Rík­is­end­ur­skoðun bend­ir á að viðbótar­út­gjöld rík­is­sjóðs vegna þessa gætu numið allt að 4,5 millj­örðum króna á ári.

Þetta kem­ur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um fram­kvæmd og niður­stöður fjár­hag­send­ur­skoðunar hjá rík­inu fyr­ir árið 2012. Trygg­inga­fræðileg staða A-deild­ar LSR var nei­kvæð um 12,5% á ár­inu 2012 en hef­ur batnað um 0,6 pró­sentu­stig frá fyrra ári. Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur bent á mik­il­vægi þess að hækka iðgjöld til að ná sjóðnum í jafn­vægi.

Trygg­inga­fræðileg staða A-deild­ar LSR var nei­kvæð um 12,5% árið 2012 en til sam­an­b­urðar var hún nei­kvæð um 13,1% árið 2011. Frá ár­inu 2000 hef­ur trygg­inga­fræðileg staða A-deild­ar LSR ætíð verið nei­kvæð.

Í síðasta mánuði samþykkti Alþingi lög sem heim­ila líf­eyr­is­sjóðum að hafa meira en 10% mun milli eignaliða og líf­eyr­is­skuld­bind­inga sam­fellt í allt að sex ár frá og með ár­inu 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert