Vilja rannsaka embættisfærslur í tengslum við Icesave

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á embættisfærslum og ákvörðunum íslenskra stjórnvalda og samskiptum þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum Landsbanka Íslands hf., svokallaðra Icesave-reikninga, á Evrópska.

Í tillögunni segir, að Alþingi skuli álykta að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsaka skuli embættisfærslur og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda og samskipti þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Evrópska efnahagssvæðinu. Skal nefndin skipuð þremur sérfræðingum á þeim sviðum sem rannsóknin nær til.

Skal rannsóknarnefndin leggja mat á hvort einstakir ráðherrar eða embættismenn á þeirra vegum hafi fylgt þeim lagareglum sem um störf þeirra gilda, brotið starfsskyldur sínar eða gerst sekir um mistök eða vanrækslu í hagsmunagæslu fyrir íslenskra ríkið og íslensku þjóðina og eftir atvikum leggja mat á hverjir bera á þeim ábyrgð.

Þrettán þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru flutningsmenn tillögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka