Bandaríska vefsíðan Slate.com fjallar í dag um fjölmörg met sem Íslendingar eiga samkvæmt hinni frægu höfðatölu. Bent er á að fjöldi íbúa á Íslandi er eins og í smábæ í Texas, þannig að í hvert skipti sem Íslendingar geri eitthvað stórfenglegt, þá eru þeir að slá heimsmet samkvæmt höfðatölu.
Á Ullevål leikvanginum í Ósló í gær voru um 3 þúsund Íslendingar mættir til þess að styðja sína þjóð. Það gerir um 1% af þjóðinni. Þegar litið er á fjölda rithöfunda á Íslandi kemur í ljós að tíundi hver Íslendingur hefur gefið út bók á ævinni, og þegar litið er til þess að um 6 þúsund manns mótmæltu á Austurvelli í kjölfar hrunsins kemur í ljós að það er um 2% þjóðarinnar sem var þar saman kominn.
Að lokum segir í greininni að samkvæmt Hagstofu Íslands er búist við því að Íslendingum muni fjölga á næstu árum, og að þeir verði á bilinu 430 og 490 þúsund árið 2060. Sá vöxtur kunni að reynast Íslendingum vel, en það þýðir mögulega endalok allra þessara höfðatöluheimsmeta okkar.
Sjá umfjöllun Slate.com