Eigendastefna Landsvirkjunar verði mótuð

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar

Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, mælti í dag fyrir frumvarpi þingflokks síns um að ríkið geri eigendastefnu fyrir Landsvirkjun. Í frumvarpinu segir að mikilvægt sé að um fyrirtækið og framkvæmdir á vegum þess ríki sem mest sátt enda sé fyrirtækið eitt það mikilvægasta í íslensku samfélagi. Slíkri sátt sé einna helst hægt að ná með opinni umræðu. Gerð opinberrar eigendastefnu yrði vettvangur slíkrar umræðu.

Vísaði Björt síðan til þess að Reykjavíkurborg hafi mótað sér eigendastefnu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Telur hún nærtækt að líta til reynslunnar af þeirri vinnu þegar gerð verður eigendastefna fyrir Landsvirkjun, enda sé um sambærileg fyrirtæki að ræða að sögn Bjartar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert