Færeyingar fallast ekki á tillögu ESB

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is

„Við vilj­um ekki mak­ríl­stríð en við vilj­um held­ur ekki sam­komu­lag sama hvað það kost­ar. Ef við vinn­um sam­an er sam­komu­lag mögu­legt,“ seg­ir Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, í frétta­til­kynn­ingu frá fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins vegna fund­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sam­bands­ins í Lúx­emburg í dag þar sem meðal ann­ars var rætt um mak­ríl­deil­una.

Haft er eft­ir Dam­anaki á fær­eyska frétta­vefn­um Portal.fo að hún sé bjart­sýn á að sam­komu­lag ná­ist bráðlega á milli strand­ríkj­anna við Norðaust­ur-Atlants­hafið um mak­ríl­veiðar á næsta ári. Það hafi hún sagt eft­ir fund­inn í ráðherr­aráðinu í dag. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins myndi hins veg­ar standa vörð um hags­muni sam­bands­ins í mál­inu.

Enn­frem­ur er haft eft­ir Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, að Fær­ey­ing­ar ætli ekki að sætta sig við 12% hlut­deild í mak­ríl­kvót­an­um líkt og fram­kvæmda­stjórn­in hef­ur gert að til­lögu sinni. Hug­mynd henn­ar er að Íslend­ing­um verði boðin 11,9% en til þessa hafa ís­lensk stjórn­völd gert kröfu um 16-17%.

Vesterga­ard seg­ir að Fær­ey­ing­ar vilji sem fyrr 15% en vilji Evr­ópu­sam­bandið ekki fall­ast á gagn­kvæm­ar veiðar í lög­sög­um strand­ríkj­anna eins og gjarn­an er samið um í samn­ing­um um deili­stofna ætli þeir að gera kröfu um 23%. Fundað verður um mak­ríl­deil­una í London 23.-24. októ­ber næst­kom­andi.

Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja.
Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka