Framkvæmdir í Perlunni ekki hafnar

Perlan.
Perlan. Morgunblaðið/Ómar

Nú þegar ligg­ur fyr­ir að eng­an fjár­veit­ing­ar verða til leigu­greiðslna vegna minja­safns í Perlunni hef­ur borg­ar­stjóri falið Menn­ing­ar og ferðamála­sviðið borg­ar­inn­ar ásamt skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar að vinna til­lög­ur um hvernig best verði að bregðast við. Þetta kem­ur fram í svari borg­ar­stjóra við fyr­ir­spurn borg­ar­ráðsfull­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Á fundi borg­ar­ráðs þann 26. sept­em­ber síðastliðinn var lögð fram svohljóðandi fyr­ir­spurn borg­ar­ráðsfull­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins:

„Reykja­vík­ur­borg keypti Perluna af Orku­veit­unni í mars­mánuði á þessu ári fyr­ir 950 millj­ón­ir króna. Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins greiddu at­kvæði gegn kaup­un­um. Vilja­yf­ir­lýs­ing ríki og borg­ar um leigu hús­næðis­ins und­ir minja­safn var gerð sam­hliða. Reykja­vík­ur­borg skuld­batt sig gangvart rík­inu til þess að breyta hús­næðinu og var áætlaður kostnaður vegna þess 100 millj­ón­ir. Leigu­samn­ing­ur­inn er háður samþykki Alþing­is en nú er ljóst að mik­il óvissa rík­ir um það hvort Alþingi samþykki fram­lög vegna hans og ann­an kostnað sem fylg­ir upp­setn­ingu og rekstri nátt­úru­m­inja­safns. Hef­ur borg­ar­stjóri stöðvað und­ir­bún­ing og fram­kvæmd­ir við húsið sem miði að því að þar verði minja­safn til húsa? Hef­ur borg­ar­stjóri leitað upp­lýs­inga hjá rík­is­stjórn um vilja henn­ar í þess­um efn­um?“

Í svari við fyr­ir­spurn­inni seg­ir Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, að strax og frétt­ir hafi borist að því að hugs­an­lega yrði leigu­samn­ing­ur um Perluna ekki staðfest­ur af Alþingi hafi hann fundað með mennta­málaráðherra vegna máls­ins. Jafn­framt funduðu full­trú­ar skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar með full­trú­um fjár­málaráðuneyt­is­ins. Í fram­haldi af þeim fund­um var hægt á und­ir­bún­ings­hönn­un en eng­ar fram­kvæmd­ir eru enn hafn­ar. Nú ligg­ur fyr­ir að eng­ar fjár­veit­ing­ar til leigu­greiðslna eru í fram­lögðu frum­varpi. Hef­ur borg­ar­stjóri falið Menn­ing­ar- og ferðamála­sviði ásamt skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar að vinna til­lög­ur um hvernig best verði brugðist við þeirri stöðu sem upp er kom­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert