Grípa til aðgerða vegna mengunarinnar

Styrkur málmanna er mældur í mosa víða um land og …
Styrkur málmanna er mældur í mosa víða um land og um alla Evrópu.

Hafnarfjarðarbær tekur niðurstöðum skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um áhrif iðjuvera mjög alvarlega. Í skýrslunni kemur fram að á iðnaðarsvæðum sunnan Reykjanesbrautar sé styrkur nokkurra þungmálma það hár að mengun teljist veruleg og að þessi hái styrkur sé  rakinn til iðnaðarstarfsemi austan við álverið í Straumsvík. Svæðið er innan þynningarsvæðis álversins þar sem matvælaframleiðsla og föst búseta er ekki heimil. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri segist í tilkynningunni taka niðurstöðum skýrslunnar alvarlega og að farið verði í aðgerðir í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið og leitað eftir samstarfi við fyrirtæki til að draga úr mengun á iðnarsvæðinu.

Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar bæjarráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs til að fara yfir skýrsluna og næstu skref.

Á vegum bæjarins er regluleg vöktun á loft- og vatnsgæðum með sjálfvirkri loftmælistöð við Hvaleyrarholt  og reglulegri sýnatöku. Hægt er að fylgjast með loftgæðum í bænum á vef Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert