Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins var kosin formaður framkvæmdastjórnar Heimssýnar í gær. Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, var kosinn varaformaður. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Heimssýn hélt fyrsta stjórnarfund sinn í gær.
Í framkvæmdastjórn eru formaður og varaformaður sjálfkjörin en kosið var um gjaldkera samtakana og sex aðalmenn. Eftirfarandi aðilar sitja nú í framkvæmdastjórn:
Vigdís Hauksdóttir, formaður
Jón Bjarnason, varaformaður
Þorleifur Gunnlaugsson, gjaldkeri
Ásdís Jóhannesdóttir
Bjarni Harðarson
Halldóra Hjaltadóttir
Gunnlaugur Ingvarsson
Erna Bjarnadóttir
Stefán Jóhann Stefánsson