Viðar Guðjónsson -
Skapandi fólk sér möguleika í tómum húsum. Eða svo segir Rósa Valtingojer sem keypti í félagi við aðra frystihúsið á Stöðvarfirði undir sköpunarmiðstöð þar sem hún og eiginmaðurinn Zdenek Patak verja nú frítíma sínum í að gera upp ásamt fleiri sjálfboðaliðum.
Verkefnið er risavaxið og var 2800 fermetra golfflöturinn þakinn ryki drullu, drasli og úr sér gengnum tólum þegar þau hófust handa við það að gera húsið upp með eins litlum tilkostnaði og mögulegt er.
Húsið er nú að taka á sig mynd og vonast Rósa til þess að verkefninu ljúki árið. Hún segir að þau verji allt að átta tímum á dag í verkefnið.
Þegar Rósa og Zdenek keyptu húsið var til umræðu í bæjarstjórninni að rífa það. En með samhentu átaki tókst að bjarga húsinu og kaupa það á 101 þúsund krónur af bankanum. Hver fermetri kostaði því um 37 krónur.