Flytur lögheimili um „stundarsakir“

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is

Í gær samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ósk Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, um að láta tímabundið af störfum sem varabæjarfulltrúi. Guðfinna Hreiðarsdóttir, eiginkona Halldórs og bæjarfulltrúi, mun einnig víkja tímabundið frá störfum.

Í fundargerð bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar kemur jafnframt fram að „þau þurfa um stundarsakir að flytja lögheimili sitt úr sveitarfélaginu.“ Beiðni þeirra var lögð fyrir fundinn í bréfi sem dagsett var 10. október sl.

Þegar mbl.is náði tali af Halldóri vildi hann ekki staðfesta hvort hann væri á leið í prófkjör fyrir lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. „Þetta er einn af þessum lausu endum sem þurfti að hnýta, til þess að geta tekið ákvörðun,“ segir Halldór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert