Óþarfi að deila um staðreyndir

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á …
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á fundinum í dag. mbl.is/Hjörtur

„Ég er ánægðast­ur að sjá þess­ar efna­hags­legu for­send­ur eða um­gjörð kjara­samn­inga í fyrsta skipti. Þetta er í fyrsta skipti sem sem við göng­um til kjara­samn­inga með slíka skýrslu fyr­ir fram­an okk­ur og hún dreg­ur mjög skýrt upp þau viðfangs­efni sem framund­an eru í lot­unni og hvernig við get­um mögu­lega brot­ist út úr þess­um víta­hring sem við höf­um verið í í víxl­verk­un launa og verðlags. Þetta verður mjög mik­il­vægt tæki í þeirri vinnu.“

Þetta sagði Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, á blaðamanna­fundi í dag í húsa­kynn­um embætt­is Rík­is­sátta­semj­ara þar sem kynnt var ný vinnu­markaðsskýrsla sem unn­in hef­ur verið á veg­um aðila vinnu­markaðar­ins og þar með talið með aðkomu rík­is og sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða skýrslu um launaþróun og efna­hagsþróun einkum hér á landi en einnig er­lend­is sem unn­in er að nor­rænni fyr­ir­mynd og ætlað er að verða inn­legg í viðræður um kjara­samn­inga sem framund­an er.

Ekki síst prófraun á stjórn­mála­menn­ina

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, sagði að skýrsl­an fæli í raun fyrst og fremst í sér ákveðinn staðreynda­banka og drægi fram upp­lýs­ing­ar og aðstæður í um­hverf­inu. Mik­il­vægt væri að all­ir aðilar vinnu­markaðar­ins hefðu komið að gerð henn­ar. Óþarfi væri að deila um staðreynd­ir. Miklu skipti í því sam­bandi að Hag­stof­an byggi nú yfir betri tækj­um en áður til þess að bera sama laun á al­menn­um og op­in­ber­um markaði. Það hafi í raun ekki verið hægt áður.

Prófraun­in framund­an á þessi bættu vinnu­brögð væri hvernig þess­ar upp­lýs­ing­ar yrðu nýtt­ar. Það væri ekki síst prófraun fyr­ir stjórn­mála­menn­ina. Hvernig þeir ætluðu að láta þær efna­hagsaðstæður sem lýst væri í skýrsl­unni hafa áhrif á þróun mála og þá ekki síst rík­is­fjár­mála. „Það er part­ur af nor­ræna líkan­inu auðvitað sátt­in um vel­ferðina, sátt­in um jöfnuðinn og það að þetta hafi áhrif á aðstæður. Þannig að það er ekki bara nóg fyr­ir okk­ur hérna að taka upp nor­ræn vinnu­brögð ef að stjórn­völd og Seðlabank­inn gera það ekki,“ sagði Gylfi. Meg­in­for­senda kjara­samn­inga væru ákv­arðanir stjórn­mála­manna. Þar á meðal bæði efna­hags­stefn­an og at­vinnu­stefn­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert