Aukin þekking skilar arði

Forsenda þess að hægt sé að flytja út ferskan fisk …
Forsenda þess að hægt sé að flytja út ferskan fisk er að kæla aflann mikið um leið og hann kemur um borð og viðhalda kælingunni.

Þekkingaröflun og tækniframfarir í sjávarútvegi hafa skilað 40% verðmætaaukningu sjávarafla, að mati Sigurjóns Arasonar, nýskipaðs prófessors í matvælaverkfræði við HÍ.

„Við fáum um 280 milljarða fyrir það sem kemur upp úr sjó. Ef við hefðum ekki alla þessa þekkingu og færni fengjum við svona 150 milljarða fyrir sama afla,“ sagði Sigurjón. „Þegar við vorum að byrja í doktorsverkefnum tengdum fiskvinnslu vorum við með saltfisknýtingu upp á 44%. Nú er hún um 58%. Í flakavinnslu þótti gott að vera með 42% nýtingu, nú er hún um 50%. Í léttsöltun er talað um 65-70% nýtingu í staðinn fyrir 42% nýtingu hér áður fyrr.“

Gott verð sem fæst fyrir ferskan fisk í dag má þakka betri flutningaferlum, kælingu og geymsluþoli. „Fyrir tíu árum var geymsluþol á ferskum þorski sjö dagar en nú er það 12-14 dagar,“ sagði Sigurjón í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert