Ekki í verkahring spítalans

Vífilsstaðaspítali LSH ætlar að reka þar hjúkrunardeild tímabundið.
Vífilsstaðaspítali LSH ætlar að reka þar hjúkrunardeild tímabundið. mbl.is/Eggert

Rekstur Landspítalans á hjúkrunardeild á Vífilsstöðum á að vera tímabundinn. Áætlað er að deildin taki til starfa 20. nóvember næstkomandi og á að endurskoða rekstur hennar eftir hálft ár og kanna möguleika á öðru rekstrarformi eða öðrum rekstraraðilum.

Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri yfir flutningunum á Vífilsstaðaspítala. Hún segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvað verður gert að sex mánuðum liðnum en það sé vissulega í skoðun að bjóða starfsemina út eða láta aðra stofnun taka að sér reksturinn.

„Spítalinn á ekki að þurfa að reka svona starfsemi og ég vona að þetta verði tímabundin lausn,“ segir Hildur. Í sama streng taka forstjórar tveggja hjúkrunarheimila í umfjöllun um starfsemina á Vífilsstaðaspítala í Morgunblaðinu í dag. Þeir telja það ekki í verkahring Landspítalans að reka hjúkrunarheimili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka