Ellen kosin formaður ÖBÍ

Ellen Calmon.
Ellen Calmon. mbl.is/Eyþór Árnason

Ell­en Calmon var í dag kos­in formaður Öryrkja­banda­lags Íslands á aðal­fundi fé­lags­ins sem fram fór á Grand hót­eli í dag. Ell­en hlaut 50 at­kvæði en Guðmund­ur Magnús­son, sitj­andi formaður, 46 at­kvæði. Tveir seðlar voru auðir.

Um 120 manns mættu á aðal­fund­inn að sögn Lilju Þor­geirs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra ÖBÍ. Báðir fram­bjóðend­ur héldu ræður á fund­in­um og þá voru álykt­an­ir samþykkt­ar.

Ell­en er fram­kvæmda­stjóri ADHD-sam­tak­anna.

Hún seg­ir áherslu­breyt­inga vera að vænta und­ir sinni stjórn. „Lögð verður áhersla á nú­tíma­legri bar­áttuaðferðir, við ætl­um að reyna að vera meira í sam­ræðum við stjórn­völd. Svo vilj­um við vekja al­menn­ing til vit­und­ar á verk­efn­um aðild­ar­fé­lag­anna svo við fáum al­menn­ing með okk­ur í það að þrýsta á stjórn­völd að bæta hag ör­yrkja.“

Ell­en seg­ir að sitt fyrsta verk verði að kalla til fram­kvæmda­stjóra og for­menn aðild­ar­fé­laga ÖBÍ og heyra hvernig hjartað slær. „Það eru svo stóru mál­in sem skipta máli, flutn­ing­ur á mál­efn­um fatlaðra til sveit­ar­fé­lag­anna, samn­ing­ur Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðra, hags­muna­bar­átta ör­yrkja og síðast en ekki síst heil­brigðis­kerfið og mál­efni sem snúa að því. Við höf­um áhyggj­ur af legu­gjald­inu og kostnaði ör­yrkja al­mennt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert