Yfirdráttur heimila á stóran þátt í hagvexti

Fjöldi Íslendinga eyðir um efni fram um þessar mundir.
Fjöldi Íslendinga eyðir um efni fram um þessar mundir. mbl.is/Golli

Umtalsverður hluti í vexti kortaveltu í verslun á þessu ári og því síðasta var fjármagnaður með auknum yfirdrætti heimila.

Af því leiðir að vöxtur einkaneyslu hvílir ekki á jafntraustum grunni og ætla hefur mátt.

Einkaneysla er stærsti einstaki áhrifaþáttur í hagvaxtarþróun hér á landi og má því draga þá ályktun að umtalsverður hluti hagvaxtar í fyrra hafi verið fjármagnaður með auknum yfirdráttarlánum heimila.

Þetta kemur fram í greiningu Gústafs Steingrímssonar, hagfræðings hjá hagfræðideild Landsbankans, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag, en hann vísar til innlendrar og erlendrar kortaveltu íslenskra heimila í verslun á föstu verðlagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert