Skriðuföllin sem urðu í Kinnarfelli við Ystafell í
<span>Þingeyjarsýslu í </span>vor eru ákaflega sjaldgæfir atburðir. Þau urðu við mjög sérstakt veðurfar um veturinn og vorið. E
<span>kki er ástæða til þess að búast við svipuðum </span><span>skriðuföllum vestanmegin í Kinnarfelli á næstunni.</span>Þetta kemur fram í greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Greinargerðin er nú birt
<a href="http://www.vegagerdin.is/media/frettir-2013/Kinnarfell_minnisblad.pdf" target="_blank">á vef Vegagerðarinnar.</a>Niðurstaðan er að „[r]ökrétt er því að álykta sem svo að skriðuföll séu sjaldgæf úr þessari
<span>hlíð og sjaldan skapist skriðuhætta í henni. Allar aðstæður við vorleysingar síðastliðið vor </span><span>voru því mjög óvenjulegar og dæmi um hve allt veðurfar haustið 2012 og síðastliðinn vetur </span><span>var sérstakt. Þetta er þó atriði sem þarf að kanna betur. Viðbúið er að eitthvert aurrennsli verði </span><span>úr stærsta skriðuörinu, næsta eða næstu árin en ekki er ástæða til þess að búast við svipuðum </span><span>skriðuföllum vestanmegin í Kinnarfelli á næstunni, nema að svipaðar aðstæður skapist í </span><span>fjallinu og síðastliðið vor,</span><span>“</span><span> segir í greinargerðinni.</span> <span><br/></span> <span>Fjórar skriður féllu úr vestanverðu Kinnafelli dagana 28. maí-5. júní. Skriðurnar ollu miklum skemmdum á jarðvegi og gróðri. Vegurinn um Köldukinn var lokaður í marga daga vegna þessa enda rauf </span><a href="/frettir/innlent/2013/06/04/rauf_30_metra_skard_i_veginn/" target="_blank">skriðan um 30 metra skarð í veginn.</a>Vettvangskannanir leiddu í ljós að sökum mikils vatnsinnihalds var jarðvegurinn í hlíðinni mjög óstöðugur og því var ekki talið ráðlegt að hefja lagfæringar á veginum fyrr en hlíðin þornaði og aðstæður bötnuðu. Þjóðvegur 85 var því ekki opnaður aftur fyrr en 20. júní og var því lokaður í 16 daga.
Skýringa þessara skriðufalla má leita í allsérstæðum aðstæðum í tengslum við snjósöfnun í Kinnarfelli veturinn 2012-2013, en eins og flestum er eflaust enn í fersku minni var hann mjög snjóþungur á Norðurlandi. Mjög mikið snjóaði í óvenjulegum vindáttum í Þingeyjarsýslum snemma í september og leysti þann snjó lítt um veturinn, eiginlega ekki fyrr en í sumarbyrjun.
Skriðuföll við vorleysingar er nokkuð algeng á Norðurlandi, en miðað við heimildir sker þessi hluti Kinnarfells sig úr og því komu skriðuföllin þar í vor mjög á óvart og ekki minnst það hve stór skriðan sem féll hinn 4. júní var.
Rannsóknir leiddu þó í ljós að jarðvegsskriður hafa einhvern tíma fallið á svæðinu en þau skriðuör eru öll uppgróin og það er væntanlega mjög langt síðan þær féllu. Rökrétt er því að álykta sem svo að skriðuföll séu sjaldgæf úr þessari hlíð og sjaldan skapist skriðuhætta í henni, segir í greinargerð sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Veðurstofunnar.