Ákaflega sjaldgæfir atburðir

Skriðurnar sem féllu vorið 2013 í vestanverðu Kinnarfelli í Kaldakinn. …
Skriðurnar sem féllu vorið 2013 í vestanverðu Kinnarfelli í Kaldakinn. Skriðurnar eru númeraðar í tímaröð. Skriða númer 3 var sú sem tók í sundur þjóðveginn og var langstærst af þeim og féll lengst (ljósmynd: Hörður Geirsson, Minjasafninu á Akureyri).

Skriðuföllin sem urðu í Kinnarfelli við Ystafell í 

vor eru ákaflega sjaldgæfir atburðir. Þau urðu við mjög sérstakt veðurfar um veturinn og vorið. E

Þetta kemur fram í greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Greinargerðin er nú birt

Niðurstaðan er að „[r]ökrétt er því að álykta sem svo að skriðuföll séu sjaldgæf úr þessari 

Vegurinn lokaður í 16 daga

Vettvangskannanir leiddu í ljós að sökum mikils vatnsinnihalds var  jarðvegurinn í hlíðinni mjög óstöðugur og því var ekki talið ráðlegt að hefja lagfæringar á  veginum fyrr en hlíðin þornaði og aðstæður bötnuðu. Þjóðvegur 85 var því ekki opnaður aftur  fyrr en 20. júní og var því lokaður í 16 daga. 

Skýringa þessara skriðufalla má leita í allsérstæðum aðstæðum í tengslum við snjósöfnun í Kinnarfelli veturinn 2012-2013, en eins og flestum er eflaust enn í fersku minni var hann mjög snjóþungur á Norðurlandi. Mjög mikið snjóaði í óvenjulegum vindáttum í Þingeyjarsýslum snemma í september og leysti þann snjó lítt um veturinn, eiginlega ekki fyrr en í sumarbyrjun.

Skriðuföll við vorleysingar er nokkuð algeng á Norðurlandi, en miðað við heimildir sker þessi hluti Kinnarfells sig úr og því komu skriðuföllin þar í vor mjög á óvart og ekki minnst það  hve stór skriðan sem féll hinn 4. júní var.

Rannsóknir leiddu þó í ljós að jarðvegsskriður hafa einhvern tíma fallið á svæðinu en þau skriðuör eru öll uppgróin og það er væntanlega mjög langt síðan þær féllu. Rökrétt er því að álykta sem svo að skriðuföll séu sjaldgæf úr þessari hlíð og sjaldan skapist skriðuhætta í henni, segir í greinargerð sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Veðurstofunnar.

Aurskriða í Köldukinn í lok maí.
Aurskriða í Köldukinn í lok maí. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert