Besti flokkurinn fengi sjö fulltrúa

Besti flokkurinn mælist stærstur flokka í Reykjavík og fengi sjö …
Besti flokkurinn mælist stærstur flokka í Reykjavík og fengi sjö borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag. Kristinn Ingvarsson

Besti flokkurinn mælist stærstur flokka í Reykjavík og fengi sjö borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm borgarfulltrúa. Sveitarstjórnakosningar fara fram laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Capacent kannaði fylgi við flokka í Reykjavík dagana 12. september til 13.október. Besti flokkurinn mælist stærstur í borginni, fengi 37% atkvæða ef kosið yrði nú. Fylgi flokksins hefur aukist um tvö prósentustig frá síðustu mælingu og hefur ekki mælst meira síðustu tólf mánuði.

Fylgi annarra flokka hefur lítið breyst frá síðustu mælingu. 31% kjósenda styður Sjálfstæðisflokkinn, 15% styðja Samfylkinguna og 10% styðja Vinstri græn. Rétt rúm 4% styðja Framsóknarflokkinn og álíka margir styðja aðra flokka. 

Ef þetta yrðu úrslit kosninga fengi Besti flokkurinn 7 borgarfulltrúa, einum fleiri en flokkurinn hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 5 borgarfulltrúa, Samfylkingin tvo og Vinstri græn einn. Framsóknarflokkurinn kæmi ekki manni að. Frá þessu greindi Ríkisútvarpið í kvöld.

14% þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til flokka eða neituðu að svara en 7% myndu skila auðu. 2126 Reykvíkingar voru í úrtaki könnunarinnar, svarhlutfallið var 60,3%. Vikmörkin eru því 1,2%-3%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert