Stjórnarflokkarnir tapa fylgi

Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, mælast nú með minna fylgi en …
Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, mælast nú með minna fylgi en við Alþingiskosningarnar í vor. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi, eða 23,2%, ef gengið yrði til alþingiskosninga á morgun. Ríkisstjórnarflokkarnir fengju samanlagt 38% fylgi og mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 3,5% minna fylgi en í alþingiskosningum í vor og Framsókn með 10% minna.

Þetta kemur fram í niðurstöðum þjóðmálakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem var framkvæmd dagana 3. til 16. október og var meðal annars spurt að því hvaða flokk eða lista svarendur myndu kjósa ef gengið yrði til alþingiskosninga á morgun. 

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 23,2% fylgi, Samfylkingin með 19,7%, Framsóknarflokkurinn með 14,8%, Vinstrihreyfingin - Grænt framboð með 14,5%, Björt Framtíð með 12,4% og Píratar með 8,5%. Dögun mælist með 2,3% en önnur framboð í kringum 1%.

979 einstaklingar svöruðu könnuninni í heild (64,7% svarhlutfall) og 866 svöruðu spurningunni um stjórnmálaflokka. Þar af merktu 786 við tiltekinn flokk, 49 merktu við „Veit ekki“ en 32 sögðust ekki myndu kjósa og 52 sögðust myndu skila auðu eða ógildu. Niðurstöðurnar voru vegnar eftir kyni, aldri, búsetu og menntun

Samkvæmt niðurstöðunum er Samfylkingin orðin næststærsti stjórnmálaflokkur landsins með 20% fylgi og mælist Vinstrihreyfingin - grænt framboð nánast með jafn mikið fylgi og Framsóknarflokkurinn. Minnihlutinn á þingi mælist með um 55% fylgi samanlagt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka