Stjórnarflokkarnir tapa fylgi

Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, mælast nú með minna fylgi en …
Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, mælast nú með minna fylgi en við Alþingiskosningarnar í vor. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi mest fylgi, eða 23,2%, ef gengið yrði til alþing­is­kosn­inga á morg­un. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir fengju sam­an­lagt 38% fylgi og mæl­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 3,5% minna fylgi en í alþing­is­kosn­ing­um í vor og Fram­sókn með 10% minna.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum þjóðmála­könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands sem var fram­kvæmd dag­ana 3. til 16. októ­ber og var meðal ann­ars spurt að því hvaða flokk eða lista svar­end­ur myndu kjósa ef gengið yrði til alþing­is­kosn­inga á morg­un. 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæld­ist með 23,2% fylgi, Sam­fylk­ing­in með 19,7%, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 14,8%, Vinstri­hreyf­ing­in - Grænt fram­boð með 14,5%, Björt Framtíð með 12,4% og Pírat­ar með 8,5%. Dög­un mæl­ist með 2,3% en önn­ur fram­boð í kring­um 1%.

979 ein­stak­ling­ar svöruðu könn­un­inni í heild (64,7% svar­hlut­fall) og 866 svöruðu spurn­ing­unni um stjórn­mála­flokka. Þar af merktu 786 við til­tek­inn flokk, 49 merktu við „Veit ekki“ en 32 sögðust ekki myndu kjósa og 52 sögðust myndu skila auðu eða ógildu. Niður­stöðurn­ar voru vegn­ar eft­ir kyni, aldri, bú­setu og mennt­un

Sam­kvæmt niður­stöðunum er Sam­fylk­ing­in orðin næst­stærsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins með 20% fylgi og mæl­ist Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð nán­ast með jafn mikið fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Minni­hlut­inn á þingi mæl­ist með um 55% fylgi sam­an­lagt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert