Tugir húsa lagfærðir vegna myglusvepps

Mygla.
Mygla.

Viðgerðir eru hafnar á tugum íbúðarhúsa á Egilsstöðum og Reyðarfirði sem urðu fyrir skemmdum vegna myglusvepps.

Húsin voru byggð á árunum 2004 til 2007 en myglan uppgötvaðist á síðasta ári. Fjórir aðilar, Íslenskir aðalverktakar, BYKO, Mannvit og Arkís arkitektar, hafa komist að samkomulagi um lagfæringar á húsunum en fyrirtækin munu deila kostnaðinum.

Ríkharður Kristjánsson, sviðsstjóri hjá ÍAV, vonast til að viðgerðunum ljúki á þessu ári. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann samkomulagið vera einsdæmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert