„Elítan“ taki hendur úr vösum

Á fundi stjórn­ar og trúnaðarmannaráðs Fram­sýn­ar í gær­kvöldi kom fram hörð gagn­rýni á aðgerðal­eysi rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar í skulda­vanda heim­il­anna og á fram­komið fjár­laga­frum­varp, þar sem boðaðar eru frek­ari álög­ur á launa­fólk, álög­ur sem koma til með að koma sér­stak­lega illa við lág­launa­fólk.

Á fund­in­um var samþykkt álykt­un þar sem m.a. seg­ir að Fram­sýn stétt­ar­fé­lag krefj­ist þess að rík­i­s­tjórn­in standi við gef­in kosn­ingalof­orð og taki á skulda­vanda heim­il­anna strax. „Í huga Fram­sýn­ar er orðið strax ekki teygj­an­legt hug­tak,“ seg­ir í álykt­un­inni.

 Þá gagn­rýn­ir Fram­sýn fram­komið fjár­laga­frum­varp sem hún seg­ir fela í sér aukn­ar álög­ur á launa­fólk í formi auk­inn­ar skatt­heimtu s.s. í formi hækk­un­ar á komu­gjöld­um á sjúkra­hús, inn­lagna á sjúkra­hús, bens­ín- og ol­íu­gjaldi.

 Fram­sýn tel­ur mik­il­vægt að svig­rúm til skatta­lækk­ana verði ráðstafað til þeirra sem minnst hafa milli hand­anna í formi hærri per­sónu­afslátt­ar og hvet­ur því stjórn­völd til að end­ur­skoða boðaðar breyt­ing­ar á tekju­skatti með þessi sjón­ar­mið í huga.

 „Fram­sýn skor­ar jafn­framt á elít­una að taka hend­ur úr vös­um og leggj­ast á ár­arn­ar með al­mennu verka­fólki með það að mark­miði að byggja upp þjóðfé­lag án ójöfnuðar og mis­skipt­ing­ar.  Við annað verður ekki unað enda nú­ver­andi ástand þjóðarskömm,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert