Hafnar stöðumati Füle vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB

mbl.is/ÞÖK

Sú greining Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, að sambandið hafi verið nærri því að leggja fyrir Íslendinga aðildarsamning sem tæki mið af óskum þeirra í sjávarútvegsmálum felur í sér túlkun sem ekki er í samræmi við formlega stöðu málsins.

Þetta er mat Kolbeins Árnasonar, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna og áður formanns samninganefndar um sjávarútvegskaflann, sem segir framkvæmdastjórn ESB ekki hafa getað vitað um samningsafstöðu Íslands, enda hafi hún ekki legið fyrir, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Til upprifjunar lét Füle þau orð falla á blaðamannafundi í Brussel í síðustu viku að sambandið hefði „ekki verið það langt frá því að leggja fyrir Íslendinga samning sem hefði tekið tillit til sérstöðu Íslands en um leið grundvallarreglna Evrópusambandsins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert