„Hvar er ráðherra?“

„Hvar er ráðherra?“ kölluðu mótmælendur við innanríkisráðuneytið í dag en  töluverður fjöldi fólks var samankominn til að mótmæla framkvæmdum í Gálgahrauni og aðgerðum lögreglu í gær þegar um 30 náttúruverndarsinnar voru handteknir við mótmæli í hrauninu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var þó ekki við en ályktun náttúruverndarsinna var komið áleiðis. 

Mótmælendur sem mbl.is ræddi við voru flestir ósáttir við þá hörku sem beitt var í gær til að fjarlægja Hraunvini af framkvæmdasvæði við veginn umdeilda út á Álftanes.

Athugasemd frá innanríkisráðuneytinu kl. 17.20

Innanríkisráðuneytið vill taka það fram að mótmælendur hefðu verið upplýstir um það að ráðherra yrði  fjarverandi þegar mótmæli færu fram við skrifstofur ráðuneytisins kl. 12.30 í dag. Hanna Birna er nú stödd á Austurlandi að sinna embættiserindum, en hún mun m.a. vígja nýjan Norðausturveg til Vopnafjarðar á morgun.

Tekið er fram að ráðherra hafi fengið upplýsingar um fyrirhuguð mótmæli, en í svari sem barst frá Hönnu Birnu til Árna Finnssonar, formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands, hafi verið tekið skýrt fram að ráðherra yrði fjarverandi þegar mótmælin færu fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert