Hópur fólks sem vill vernda Gálgahraun í Garðabæ hefur boðað til mótmæla við innanríkisráðuneytið kl. 12:30 á morgun. Fram kemur í tilkynningu, að þar verði eyðileggningu Gálgahrauns og aðför lögreglu að friðsömum náttúruverndarsinnum og réttarfari á Íslandi mótmælt.
Boðað hefur verið til mótmælanna á Facebook. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 260 boðað komu sína í mótmælin.
Samtökin Verndum Gálgahraun segja ennfremur, að mótmæli muni halda áfram í hrauninu á morgun.