Eiga von á bótakröfu vegna tafa

Veglína nýs Álftanesvegar kom inn á aðalskipulag Garðabæjar árið 1995 …
Veglína nýs Álftanesvegar kom inn á aðalskipulag Garðabæjar árið 1995 og er enn í meginatriðum eins. mbl.is/Árni Sæberg

Vegagerðin á allt eins von á því að ÍAV, sem er verktaki við gerð nýs Álftanesvegar, muni leita eftir bótum vegna tafa sem orðið hafa við gerð vegarins. Sem kunnugt er hafa mótmælendur reynt að koma í veg fyrir framkvæmdirnar.

„Það var ákvörðun okkar og ráðuneytisins að gera „vopnahlé“, fresta verkinu í tvær til þrjár vikur. Það hefur þegar valdið verktakanum tjóni. Það má búast við því að verktakinn leiti til okkar um bætur vegna tafa,“ sagði Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri.

Veglína nýs Álftanesvegar kom inn á aðalskipulag Garðabæjar árið 1995. Hún er nú í meginatriðum eins og hún var í aðalskipulaginu 1995, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka