„Fjörðurinn er dauðagildra“

Hvalhræ, líklega af höfrungi eða grindhval, rak inn í sjávarlón …
Hvalhræ, líklega af höfrungi eða grindhval, rak inn í sjávarlón við Kolgrafafjörð í dag. Ljósmynd/Bjarni Sigurbjörnsson

„Það er allt líf í stór­hættu í firðinum. Ein­hverj­ir vilja meina að það væri slæmt að ef við lok­um hon­um því fjörður­inn er stór hlekk­ur í líf­keðjunni, en ég held bara að ef við ger­um ekk­ert þá verði hann enn hættu­legri ef það verður annað eins slys,“ seg­ir Bjarni Sig­ur­björns­son bóndi á Eiði við Kolgrafa­fjörð.

Hval­hræ, senni­lega af höfr­ung eða grind­hval rak á land í lóni inn af firðinum þar sem gæt­ir flóðs og fjöru. Bjarni seg­ist ekki geta sagt til um hvers vegna hval­ur­inn drapst en hins­veg­ar hafi mikið af bæði hval, sel og fugli sótt í fjörðin síðan tug­ir þúsunda tonna af síld dráp­ust þar síðasta vet­ur.

Að sögn Bjarna hafa íbú­ar við Kolgrafa­fjörð hafa mikl­ar áhyggj­ur af því að sag­an end­ur­taki sig enda hegði síld­in sér með svipuðum hætti og áður. „Síld­in er hérna rétt fyr­ir utan. Þeir eru að veiða hana hérna, við horf­um bara á skip­in. Ég held að all­ir sem komu að þessu máli í fyrra hafi stór­ar áhyggj­ur af því að það drep­ist meiri síld.“

Aukn­ar lík­ur á að síld­in drep­ist

Bjarni seg­ir stöðuna í raun verri núna en síðasta vet­ur. „Að því leyti að ef það kem­ur síld inn fjörðinn aft­ur, þá eru enn meiri lík­ur á því að hún drep­ist af því að það er miklu minna súr­efni í firðinum.“

Á sam­ráðsfundi heima­manna, ráðuneyta og stofn­ana í gær var farið yfir ýmsa kosti varðandi fyr­ir­byggj­andi aðgerðir til að koma í veg fyr­ir að síld­ar­dauðinn end­ur­taki sig. Þar á meðal var rætt um lok­un fjarðar­ins, en einnig mögu­leg­ar fæl­ing­araðgerðir eins og að blása lofti mót síld­inni eða hengja upp keðjur.

Bjarni seg­ir já­kvætt að verið sé að skoða málið frá öll­um hliðum. „En þetta eru ekki lausn­ir sem við vit­um að virki. Þetta yrði bara til­raun­starf­semi. Menn hafa líka komið með þá hug­mynd að byggja aðra brú, en það trygg­ir ekki að síld­in drep­ist ekki. Eina ör­ugga lausn­in í mál­inu er að síld­in komi ekki inn í fjörðinn og eina ör­ugga lausn­in til þess er að loka firðinum.“

Dýrt frá öll­um hliðum séð

Eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in um hvað skal gera. Bjarni seg­ist hafa fengið þau svör frá full­trúa Vega­gerðar­inn­ar í gær að það sé vel fram­kvæm­an­legt að loka firðinum. 

„En það get­ur kostað fullt af pen­ing­um. Hins­veg­ar kost­ar líka fullt af pen­ing­um að láta síld­ina drep­ast. Þetta yrði dýr fram­kvæmd, en við vær­um alla­vega ekki að skemma neitt. Ef við lok­um með grjóti er hægt að taka grjótið aft­ur síðar.“

Tugir þúsunda tonna af dauðri síld fyllti Kolgrafafjörð síðasta vetur …
Tug­ir þúsunda tonna af dauðri síld fyllti Kolgrafa­fjörð síðasta vet­ur og heima­menn súpa enn seyðið af því. Þeir ótt­ast að sag­an end­ur­taki sig. mbl.is/​Ragn­ar Ax­els­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka