Níu milljónir króna voru veittar í styrki úr Jafnréttissjóði í dag. Veittir voru styrkir til fimm rannsóknarverkefna á sviði jafnréttis- og kynjafræða. Úthlutunin fór fram í tengslum við málþing Jafnréttissjóðs; Kyn og fræði: ný þekking verður til.
Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytis, en þar segir að Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hafi flutt ávarp við upphaf málþingsins.
Rannsóknarverkefnin fimm sem styrkirnir renna til að þessa sinni eru rannsókn á viðhorfum unglinga til jafnréttis og verkaskiptingar kynja, rannsókn á hlut og hlutverki kvenna á sýningum íslenskra menningarminjasafna, rannsókn á kynbundnum launamun háskólamenntaðra ári eftir útskrift, rannsóknin; Hin íslenska móðir: Orðræða og upplifun og rannsókn á áhrifum atvinnuleysis á sálfræna líðan karla og kvenna.