Nýr 10.000 kr. seðill var settur í umferð í dag tilgangur með útgáfu seðilsins er að gera greiðslumiðlun á Íslandi liprari og hagkvæmari, m.a. með því að fækka seðlum í umferð. Hér má sjá þegar fyrsta sending af nýja seðlinum var tekinn upp í Seðlabankanum og skoða öll smáatriði seðilsins.
Hér eru ýmsar upplýsingar um seðilinn:
Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, en í seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar. Gerð seðilsins er svipuð og þeirra seðla sem nú eru í umferð, auk nýrra og fullkomnari öryggisþátta. Aðallitur seðilsins er blár. Kristín Þorkelsdóttir hannaði seðilinn. Samstarfsmaður hennar og meðhönnuður var Stephen Fairbairn.
Öryggisþættir 10.000 kr. seðilsins eru að mestu leyti þeir sömu og annarra íslenskra seðla. Helsti munurinn felst í því að í staðinn fyrir öryggisþráð og málmþynnur er kominn nýr öryggisþráður sem heitir Optiks. Þráðurinn er 18 millimetra breiður með glugga. Optiks-öryggisþátturinn er í rauninni margvíður, því hann er samansettur af mörgum öryggisþáttum. Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna upplýsingar um Optiks-þáttinn og aðra öryggisþætti sem eru í 10.000 kr. seðlinum.
Hefðbundið blindramerki er á seðlinum. Það er fjögur lárétt upphleypt strik á framhlið. Hægt er að nota Optiks-þáttinn sem blindramerki. 10.000 kr. seðillinn er 70 millimetrar sinnum 162 millimetrar að stærð og er því 7 millimetrum lengri en 5.000 kr. seðillinn, en það auðveldar aðgreiningu á milli þeirra.
Breska fyrirtækið De La Rue Plc. prentaði 10.000 kr. seðillinn, en fyrirtækið og forverar þess hafa prentað seðla fyrir Ísland í 83 ár. Prentaðar voru fjórar milljónir seðla og er innkaupsverð hvers seðils um 29 kr., en tveir fimm þúsund krónar seðla hefðu kostað 36 krónur, þ.e. 18 kr. stykkið. Í þessu sambandi má einnig benda á að öryggisþættir hins nýja seðils eru dýrari, t.d. vegna hins margvíða Optiks-þáttar.
Á árinu 2012 námu peningaúttektir úr hraðbönkum á Íslandi um 55 ma.kr. Um þessar mundir er meðalúttekt úr hraðbanka um 10.300 kr. Á næstunni mun 10.000 kr. seðilinn fara í hraðbanka hér á landi en óvist er í hve mörgum þeir verða til að byrja með. Seðilinn verður hins vegar fáanlegur í afgreiðslum bankaútibúa.