Færeyingar eigi meiri rétt en Íslendingar

AFP

Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtaka norskra útgerðarmanna, segir að Færeyingar eigi meiri rétt til makrílkvóta en Íslendingar. Frá þessu greinir færeyski fréttavefurinn Portal og vísar í umfjöllun norska sjávarútvegsblaðsins Fiskaren.

Þar segir Maråk að staða Færeyinga í málinu sé sterkari heldur en Íslendinga. Miðað við göngur makrílsins eigi Íslendingar í mesta lagi kröfu upp á 4-5% kvótans.

Maråk er hluti af norsku samninganefndinni sem tók þátt í makrílviðræðunum í sem fram fóru í Lundúnum í vikunni. 

Hann segir að Færeyingar og Íslendingar veiði nú yfir helmings kvótans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert