Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtaka norskra útgerðarmanna, segir að Færeyingar eigi meiri rétt til makrílkvóta en Íslendingar. Frá þessu greinir færeyski fréttavefurinn Portal og vísar í umfjöllun norska sjávarútvegsblaðsins Fiskaren.
Þar segir Maråk að staða Færeyinga í málinu sé sterkari heldur en Íslendinga. Miðað við göngur makrílsins eigi Íslendingar í mesta lagi kröfu upp á 4-5% kvótans.
Maråk er hluti af norsku samninganefndinni sem tók þátt í makrílviðræðunum í sem fram fóru í Lundúnum í vikunni.
Hann segir að Færeyingar og Íslendingar veiði nú yfir helmings kvótans.