Margir vilja ekki borga

00:00
00:00

55% nem­enda við HÍ á aldr­in­um 18-49 ára hala niður banda­rísk­um sjón­varpsþátt­um í meðal­viku en 45% stunda ekki  niður­hal en um 63% þeirra sem hala niður segja helstu ástæðuna vera að þeir vilji ekki borga fyr­ir efnið. Rann­sókn­in var gerð sem meist­ara­prófs­verk­efni í viðskipta­fræði og var fram­kvæmd seint á síðasta ári.

Þá var spurt að því hvað þátt­tak­end­ur væru til­bún­ir til að borga fyr­ir sjón­varps­efni og ljós kom að meðaltals­upp­hæðin sem þátt­tak­end­ur voru lík­leg­ir til að borga fyr­ir eina 22 þátta langa sjón­varps­seríu var um $12,83 doll­ar­ar og þeir yngri voru lík­legri til að borga meira held­ur en þeir eldri. Það ger­ir tæp­lega $0.60 doll­ar­ar á þátt en til sam­an­b­urðar er verðið á iTu­nes um $2.99 doll­ar­ar á þátt sem er fimm­falt það sem þátt­tak­end­ur sögðust til­bún­ir að borga.

Þátt­tak­end­ur sögðust að meðaltali vera til­bún­ir að borga um $113 doll­ara í heild fyr­ir niður­halsþjón­ust­una á ári. Til sam­an­b­urðar má nefna að kostnaður­inn við áskrift að Stöð 2 og Skjá 1 er yfir $1.100 doll­ar­ar.

Karl­ar reynd­ust vera lík­legri til að hafa niður­halað en voru þó ein­ung­is 22,5 þátt­tak­enda (37,6% nem­enda í HÍ eru karl­ar) og jafn­framt að hafa niður­halað fleiri þátt­um. Það er í sam­ræmi við niður­stöður er­lendra rann­sókna og staðalí­mynd­ir um niður­hal.

Hér má sjá rann­sókn­ina í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert