Ræðir við varaforsætisráðherra Kína

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra mun á morg­un eiga fund með Ma Kai vara­for­sæt­is­ráðherra Kína, sem kem­ur til lands­ins í boði for­sæt­is­ráðherra.

Fund­ur­inn á sér stað í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu kl. 18.00. Á meðal fund­ar­efna verða viðskipta­mál, orku­mál, mál­efni norður­slóða, mann­rétt­inda­mál og alþjóðamál. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra mun enn­frem­ur sitja fund­inn auk emb­ætt­is­manna.

Á sunnu­dag mun vara­for­sæt­is­ráðherr­ann kynna sér jarðvarma og skoða sig um á Suður­landi. Ráðherr­ann fer af landi brott á mánu­dag.

Ma Kai, varaforsætisráðherra Kína.
Ma Kai, vara­for­sæt­is­ráðherra Kína.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert