Rjúpnaskyttur halda til fjalla

Morgunblaðið/Ingó

Rjúpnaveiðitímabilið hófst í dag og reikna má með að þúsundir rjúpnaskyttna arki til fjalla um helgina og/eða á næstu vikum í leit að jólabráðinni.

Slysavarnafélagið Landsbjörg brýnir fyrir rjúpnaskyttum að hafa eftirfarandi í huga:

 Alltaf skal skilja eftir ferðaáætlun. Slíkt má gera hjá björgunarsveitunum á vefnum www.safetravel.is. Þar má velja vöktun og er þá fylgst með öruggri heimkomu

Hala niður 112 snjallsímaforritinu og hafa tilbúið til notkunar í símanum

Kanna vel veðurspá. Ekki ana út í tvísýnar aðstæður þrátt fyrir að fáir dagar séu til veiða.

Vera með nauðsynlegan öryggisbúnað s.s. kort, GPS tæki, áttavita, fjarskiptatæki og sjúkratösku.

Vera í og með réttan fatnað. Gott er að fatnaður sé í þremur lögum og að ysta lagið sé vatns- og vindhelt.

Þrátt fyrir að hafa skilið eftir ferðaáætlun skal setja miða í framrúðu bílsins þar sem fram kemur hvert þú fórst og hvenær þú ætlar að koma aftur, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert