Skólabúningarnir bæta andann

Á Þjóðarspegli félagsvísindadeildar Háskóla Íslands í dag var kynnt rannsókn á reynslu fólks af notkun skólabúninga í Áslandsskóla í Hafnarfirði og Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ þar sem skólaföt hafa verið notuð í tæpan áratug en foreldrar eru sammála um að þau dragi úr félagslegum þrýstingi á börn sín.

Rannsóknin ber heitið „Skólafatnaður gegn einelti“ en rúmlega 75% foreldra barna í þeim skólum, sem könnunin beindist að, svöruðu því til að börnum þeirra liði vel í skólanum. Þá voru 66% þátttakenda voru þeirrar skoðunar að skólafötin stuðluðu að jákvæðri hegðun meðal barnanna en 33% voru hlutlaus.

Mbl.is ræddi í dag við Þorgerði Önnu Arnardóttur, skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ, en þar hefur verið lögð áhersla á að fatnaðurinn sé þægilegur og til þess fallinn að skapa liðsheild meðal nemenda. Barnaskólinn byrjaði á að panta íþróttagalla á börnin en þegar fram í sótti var boðið upp á flíspeysur. Nemendur geta valið sér föt sem henta kynjunum í því skyni að skapa sína sérstöðu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka