Skólabúningarnir bæta andann

00:00
00:00

Á Þjóðarspegli fé­lags­vís­inda­deild­ar Há­skóla Íslands í dag var kynnt rann­sókn á reynslu fólks af notk­un skóla­bún­inga í Áslands­skóla í Hafnar­f­irði og Barna­skóla Hjalla­stefn­unn­ar í Garðabæ þar sem skóla­föt hafa verið notuð í tæp­an ára­tug en for­eldr­ar eru sam­mála um að þau dragi úr fé­lags­leg­um þrýst­ingi á börn sín.

Rann­sókn­in ber heitið „Skólafatnaður gegn einelti“ en rúm­lega 75% for­eldra barna í þeim skól­um, sem könn­un­in beind­ist að, svöruðu því til að börn­um þeirra liði vel í skól­an­um. Þá voru 66% þátt­tak­enda voru þeirr­ar skoðunar að skóla­föt­in stuðluðu að já­kvæðri hegðun meðal barn­anna en 33% voru hlut­laus.

Mbl.is ræddi í dag við Þor­gerði Önnu Arn­ar­dótt­ur, skóla­stjóra Barna­skóla Hjalla­stefn­unn­ar í Garðabæ, en þar hef­ur verið lögð áhersla á að fatnaður­inn sé þægi­leg­ur og til þess fall­inn að skapa liðsheild meðal nem­enda. Barna­skól­inn byrjaði á að panta íþróttagalla á börn­in en þegar fram í sótti var boðið upp á flí­speys­ur. Nem­end­ur geta valið sér föt sem henta kynj­un­um í því skyni að skapa sína sér­stöðu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert