Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar varðandi tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar.
Ráðherranefnd um ríkisfjármál hefur fengið tillögurnar til meðferðar og voru þær ræddar á ríkisstjórnarfundi í gær. Hvíldi að öðru leyti leynd yfir stöðu málsins.
Umfjöllun Morgunblaðsins í gær um tillögur hópsins olli titringi í stjórnkerfinu og mun það ekki hafa orðið til að flýta afgreiðslu málsins innan ríkisstjórnarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Ásmundur Einar Daðason, formaður hagræðingarhópsins, segir tillögurnar víðtækar.