Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók á móti Ma Kai, varaforsætisráðherra Kína, fyrir framan Þjóðmenningarhúsið klukkan 18 í kvöld, en Ma kom til landsins í boði forsætisráðherra. Fjölmennt fylgdarlið er með kínverska ráðherranum í för.
Lögreglan er með mikinn viðbúnað í tengslum við heimsóknina.
Á meðal fundarefna verða viðskiptamál, orkumál, málefni norðurslóða, mannréttindamál og alþjóðamál. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra situr einig fundinn auk embættismanna.
Á sunnudag mun varaforsætisráðherrann kynna sér jarðvarma og skoða sig um á Suðurlandi. Ráðherrann fer af landi brott á mánudag.