Gálgahraun eða Garðahraun?

Flogið yfir hraunið í vikunni. Hér sést hvar vegurinn á …
Flogið yfir hraunið í vikunni. Hér sést hvar vegurinn á að liggja. mbl.is/RAX

Tvenn­um sög­um fer af því hvort hraunið sem leggja á nýj­an Álfta­nes­veg um beri heitið Garðahraun eða Gálga­hraun. Hraunið hef­ur yf­ir­leitt verið kallað Gálga­hraun í um­fjöll­un fjöl­miðla um mót­mæl­in gegn vega­fram­kvæmd­un­um und­an­farið en í sum­um til­fell­um hef­ur heitið Garðahraun verið notað. Vafa­lítið má gera ráð fyr­ir að þessi mis­mun­andi nafna­notk­un hafi ruglað ýmsa í rím­inu.

Þeir sem mót­mælt hafa vega­fram­kvæmd­un­um hafa iðulega rætt um Gálga­hraun að und­an­förnu en stuðnings­menn fram­kvæmd­anna viljað meina að þar væri ekki farið rétt með. Hraunið þar sem nýr veg­ur eigi að liggja heiti Garðahraun. Gálga­hraun sé þar fyr­ir norðan, sé friðlýst og liggi utan fram­kvæmda­svæðis­ins. „Fram­kvæmd­in fer fram í Garðahrauni en ekki í Gálga­hrauni sem ligg­ur allt norðan fram­kvæmda­svæðis­ins. Það er því ekk­ert hróflað við Gálga­hrauni og alls ekki Gálgakletti,“ seg­ir til að mynda á vefsíðu Vega­gerðar­inn­ar 26. sept­em­ber síðastliðinn.

Sam­fellt hraun með eitt nafn eða tvö?

Sama sjón­ar­mið hef­ur Garðabær kynnt í sam­ræmi við aðal­skipu­lag bæj­ar­ins. Nýj­um Álfta­nes­vegi er sam­kvæmt því ætlað að liggja á mörk­um Gálga­hrauns í norðri og Garðahrauns í suðri sem hug­mynd­in er að fari und­ir íbúa­byggð í framtíðinni. Þess­ari skil­grein­ingu á Gálga­hrauni hef­ur sem fyrr seg­ir verið hafnað í röðum and­stæðinga nýs Álfta­nes­veg­ar að und­an­förnu. Veg­ur­inn liggi ekki um Garðahraun held­ur Gálga­hraun og jafn­vel hef­ur verið rætt um að hraunið í heild heiti Gálga­hraun.

Ómar Ragn­ars­son, sjón­varps­maður, seg­ir þannig til að mynda á heimasíðu sinni 23. októ­ber síðastliðinn að það sé „nýtt í mál­inu að fara nú að skipta hraun­inu í sjálf­stæðar heild­ir sem hafi alltaf verið sjálf­stæðar og sitt hvort hraunið, því að ára­tug­um sam­an hef­ur þessi hrauns­heild verið nefnd heild­ar­heit­inu Gálga­hraun.“ Birt­ir hann loft­mynd­ir því til stuðnings að hraunið sé ein heild. Ljóst er þó eins og áður seg­ir að ekki eru all­ir í röðum and­stæðinga Álfta­nes­veg­ar­ins á þeirri skoðun.

Þannig má nefna að Eiður Guðna­son, fyrr­ver­andi sendi­herra sem einnig hef­ur beitt sér gegn vega­fram­kvæmd­un­um, ritaði grein í Morg­un­blaðið 24. sept­em­ber fyr­ir ári til varn­ar hraun­inu en þar tek­ur hann fram a hraunið beri „reynd­ar tvö nöfn, Gálga­hraun og Garðahraun. Nafnið Gálga­hraun er svip­meira og söguþrungið og hraunið ein heild þótt nöfn­in séu tvö.“ Síðar í grein­inni skor­ar Eiður á bæj­ar­stjórna­menn í Garðabæ að sýna nátt­úru­vernd í verki og „varðveiti þá ger­semi sem Gálga­hraunið/​Garðahraunið er“.

Garðahraun í fyrra en Gálga­hraun í dag?

Grein Eiðs var birt á heimasíðu sam­tak­anna Hrauna­vina sem hafa verið fremst í fara­brodddi þeirra sem mót­mælt hafa lagn­ingu nýs Álfta­nes­veg­ar. Á heimasíðunni er víðar skír­skotað til þess að hraunið beri tvö nöfn. Þannig seg­ir í at­huga­semd­um sam­tak­anna við grein­ar­gerð Vega­gerðar­inn­ar og Garðabæj­ar um Álfta­nes­veg 3. júní í sum­ar: „Allt frá stofn­un fé­lags­ins hafa fé­lags­menn fylgst náið með fyr­ir­huguðum fram­kvæmd­um í hraun­un­um, ekki síst í Garðahrauni og Gálga­hrauni sem eru hluti Búr­fells­hrauns. Hef­ur fé­lagið margít­rekað varað við áform­um um lagn­ingu nýs Álfta­nes­veg­ar um ósnortið hraunið.“

Miðað við mál­flutn­ing full­trúa Hrauna­vina að und­an­förnu líta þeir svo á að fyr­ir­hugaður Álfta­nes­veg­ur eigi að leggja um Gálga­hraun. Þannig seg­ir til að mynda 11. júní í sum­ar á heimasíðu sam­tak­anna að fern um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök hafi stefnt Vega­mála­stjóra „til viður­kenn­ing­ar á því að fram­kvæmd sú um gerð Álfta­nes­veg­ar milli Hafn­ar­fjarðar­veg­ar og Bessastaðaveg­ar um þvert Gálga­hraun, sem Vega­gerðin aug­lýsti með útboði hinn 7. ág­úst 2012 sé ólög­mæt.“ Hins veg­ar vek­ur at­hygli að á sömu heimasíðu 28. októ­ber í fyrra seg­ir frá því að Hrauna­vin­ir hafi efnt til göngu­ferðar „um þær slóðir þar sem áætlað er að færa Álfta­nes­veg til norðurs út í Garðahraun.“

Eiga báðar skoðanir hugs­an­lega rétt á sér?

Þannig virðast vera tals­vert skipt­ar skoðanir um það hvernig þess­um mál­um er háttað og það ekki ein­ung­is á milli stuðnings­manna og and­stæðinga nýs Álfta­nes­veg­ar. Hugs­an­lega er skýr­ing­una að finna í um­fjöll­un á vefsíðunni Ferl­ir.is þar sem fjallað er um göngu­ferð um Garðahraun en þar seg­ir: „Hraun þetta nefn­ist ým­ist Gálga­hraun eða því er skipt í tvö nöfn, Garðahraun og Gálga­hraun þar sem hið fyrr­nefnda er suðaust­ur­hluti þess en hið síðar­nefnda er nyrðri og vest­ari hlut­inn.“

Þessu til viðbót­ar má nefna svar Sig­urðar Steinþórs­son­ar, pró­fess­ors í jarðfræði við Há­skóla Íslands, á Vís­inda­vefn­um þar sem hann svar­ar spurn­ingu um upp­runa hrauns­ins sem ligg­ur yfir Hafnar­f­irði og Garðabæ að hluta. Þar bend­ir hann á að hraunið í heild nefn­ist Búr­fells­hraun, eins og áður er komið inn á, en ýms­ir hlut­ar þess beri sér­stök nöfn „svo sem Smyrla­búðar­hraun, Grá­hellu­hraun, Lækj­ar­botna­hraun, Urriðakots­hraun, Hafn­ar­fjarðar­hraun, Garðahraun og Gálga­hraun.“ Kort fylg­ir svar­inu sem sýn­ir Gálga­hraun sem nyrsta hluta hrauns­ins en Garðahraun þar fyr­ir sunn­an.

Þannig er ljóst að bæði nöfn­in, Garðahraun og Gálga­hraun, eru fyr­ir hendi og að um­rætt hraun sem segja má að af­markist af byggð í Garðabæ og Álfta­nesi (sem í dag er hluti Garðabæj­ar) skipt­ist á milli þess­ara nafna. Heim­ild­ir virðast sömu­leiðis benda til þess að nafnið Gálga­hraun hafi í ein­hverj­um til­fell­um í það minnsta verið notað yfir hraunið í heild. Þannig virðast báðar skoðanir eiga rétt á sér. Hitt er svo annað mál hvort veg­stæði nýs Álfta­nes­veg­ar er ætlað að liggja um Gálga­hraun eða Garðahraun þar sem mörk­in þar á milli virðast ekki liggja ná­kvæm­lega fyr­ir. 

Fyrirhuguð veglagning og friðlýsing í Gálgahrauni.
Fyr­ir­huguð veglagn­ing og friðlýs­ing í Gálga­hrauni.
Mótmælandi borinn út af vinnusvæðinu vegna nýs Álftanesvegar síðastliðinn mánudag
Mót­mæl­andi bor­inn út af vinnusvæðinu vegna nýs Álfta­nes­veg­ar síðastliðinn mánu­dag mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert