Sigmundur afhenti Norðmönnum þjóðargjöf

Vigdis Moen Skarsten, Erna Solberg forsætisráðherra Noregs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson …
Vigdis Moen Skarsten, Erna Solberg forsætisráðherra Noregs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands, Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunnar og Þórður Ingi Guðjónsson ritstjóri Íslenzkra fornrita. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, afhenti síðdegis í dag Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni þess að árið 2005 var öld liðin frá endurreisn norska konungdæmisins. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í Osló.

„Þjóðargjöfin samanstendur af fimm bindum og hefur Hið íslenzka fornritafélag haft veg og vanda af útgáfunni. Er um að ræða nýjar útgáfur norskra konungasagna, sem allar voru ritaðar á Íslandi á miðöldum. Árið 2007 kom Sverris saga út og Morkinskinna í tveimur bindum árið 2011. Í haust komu út tvö bindi með Hákonar sögu og Böglunga sögu. Allar eru sögurnar mikilvægar heimildir um sögu Noregs og voru bindin fimm afhent í viðhafnarútgáfu,“ segir á vefsíðu forsætisráðuneytisins.

Forsætisráðherra flutti ávarp af þessu tilefni um norsku konungasagnirnar og tengsl þeirra við Ísland.

Ávarp forsætisráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert